Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu
Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.
Hvernig trygging er ökutækjatrygging?
Lögboðin ökutækjatrygging er skyldutrygging sem hver skráningarskyldur bíll þarf að hafa samkvæmt lögum. Tryggingin samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda og bætir eigna-, muna og líkamstjón sem ökutækið kann að valda í umferðaróhappi. Hægt er að bæta við bílrúðutryggingu sem bætir brot á bílrúðum.
Hvað bætir tryggingin?
- Tjón sem ökutækið veldur t.d. á öðrum bílum eða mannvirkjum.
- Slys sem verður á fólki af völdum ökutækisins.
- Brot á bílrúðu ásamt kostnaði við að setja nýja í.
Hvað bætir tryggingin ekki?
- Skemmdir á eigin bíl, munum eða húsnæði.
- Verðmæti ökumanns í bílnum.
Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?
- TM getur átt endurkröfurétt ef tjón verður þegar ökutækið er leigt án ökumanns.
- Tryggingin gildir ekki þegar ökutæki tekur þátt í aksturskeppni á lokuðu svæði.
- Ef ökumaður telst óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar getur TM átt endurkröfurétt á eiganda.
Hvar gildir tryggingin?
- Tryggingin gildir á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum EES og Færeyjum.
Hverjar eru mínar skyldur?
- Hafa hæfni og réttindi til þess að stjórna ökutækinu.
- Gæta þess að ökutæki sé í lögmæltu ástandi, til dæmis að öryggistæki svo sem hjólbarðar og hemlunarbúnaður sé í lagi.
- Tilkynna TM ef ökutækið er afskráð eða selt.
- Tilkynna um allar breytingar sem gerðar eru á ökutækinu sem haft geta í för með sér aukna áhættu á tjóni.
Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?
Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.
Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?
Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.
Hvernig segi ég tryggingunni upp?
Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.
Með uppsögn þarf að fylgja staðfesting þess efnis að stofnað hafi verið til nýrrar tryggingar hjá öðru tryggingafélagi þar sem þessi trygging er lögboðin.