
TM appið
TM appið er þægileg samskiptaleið sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Með appinu getur þú tilkynnt tjón og fengið bætur greiddar samstundis. Þú getur einnig framkvæmt skoðun á bíl, hjóli og rafhjóli þegar þér hentar í stað þess að mæta á staðinn. Á ferðalagi getur þú staðfest gildandi ferðatryggingu eða fengið beint samband við neyðaraðstoð. Einnig er einfalt yfirlit í appinu þar sem þú sérð allar þínar tryggingar, kostnað við þær og upplýsingar um hvað innifalið er í þeim. TM appið fækkar flækjunum og einfaldar tryggingamálin þín.