Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er gæludýratrygging?

Gæludýratrygging bætir þér kostnað vegna skoðunar eða meðferðar dýralækna á gæludýrinu þínu. Tryggingin nær einnig til tjóns sem gæludýrið þitt getur valdið öðrum. Allir hlutar tryggingarinnar eru valkvæðir og er um að ræða sjúkrakostnaðar-, líf-, heilsu- , ábyrgðar- og gæslutryggingu.


Hvað bætir tryggingin?

  • Læknis- og lyfjakostnaður vegna slysa og sjúkdóma hjá gæludýrum.
  • Tannviðgerðir vegna slysa.
  • Dánarbætur ef dýrið deyr.
  • Bætur greiðast þegar dýrið missir til frambúðar heilsu sína og getur ekki sinnt því náttúrulega eða þjálfaða notagildi sem sérstaklega hefur verið tryggt.
  • Skaðabætur vegna bótaábyrgðar sem fellur á þig sem eiganda gæludýrsins vegna líkamstjóns eða skemmda á munum.
  • Kostnaður vegna vistunar og gæslu gæludýrs á viðurkenndu dýrahóteli ef umsjónarmaður gæludýrsins þarf óvænt að dvelja á sjúkrahúsi.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Kostnaður vegna geldinga dýra, ófrjósemisaðgerða eða almennra fæðinga afkvæma.
  • Meðfæddir og arfgengir kvillar eða sjúkdómar.
  • Kostnaður sem hlýst við dauða eða aflífun dýrs.
  • Heilsutrygging greiðir ekki bætur vegna aldurstengdra sjúkdóma eða hrörnunarsjúkdóma.
  • Skaðabætur þegar fjölskylda og skyldulið á heimili gæludýrsins verða fyrir tjóni.
  • Tjón sem rekja má til þess að ekki er farið eftir lögum og reglum um t.d. dýrahald.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Ekki er hægt að tryggja gæludýr eftir að þau hafa náð fimm ára aldri.
  • Hægt er að tryggja hunda þegar þeir hafa náð fjögurra vikna aldri og ketti þegar þeir hafa náð sex vikna aldri.
  • Tryggingin gildir ekki á meðan dvöl dýrs stendur í einangrunarstöð eða sambærilegri stofnun.

Hvar gildir tryggingin?

  • Á Íslandi.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Umhirða gæludýrsins, vistarverur og fóðrun skal vera í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra og annarra laga, reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla sem eiga við.
  • Bólusetja gæludýr fyrir sjúkdómum og sýkingum eftir ráðleggingum dýralækna.
  • Gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr afleiðingum veikinda eða áverka á dýrinu.
  • Fylgja fyrirmælum dýralæknis á meðan gæludýrið er í meðferð hjá honum vegna sjúkdóms eða slyss.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.
  • Tryggingin fellur úr gildi við dauða gæludýrs og er því mikilvægt að tilkynna TM um það.
  • Sjúkrakostnaðartrygging fellur úr gildi í lok þess tryggingatímabils þegar hundur hefur náð tíu ára aldri og köttur 13 ára aldri.
  • Heilsutrygging fellur úr gildi í lok þess tryggingatímabils sem hundur verður átta ára og köttur 11 ára.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.