Hjá TM fær fyrirtækið þitt tryggingar sem sniðnar eru að starfsemi þess og stærð. Ráðgjafar fyrirtækjasviðs TM leggja þér lið við að finna réttu tryggingarnar fyrir þinn rekstur og aðlaga viðbótarvernd eftir þínum þörfum.
Standi fyrirtækið þitt á tímamótum, sé til að mynda að stækka eða minnka við sig, flytja eða útvíkka rekstrarsvið sitt, geta ráðgjafar TM séð til þess að tryggingarnar taki breytingum í takt við það. Þeir geta einnig ráðlagt þér ef þú ert að setja nýtt fyrirtæki á laggirnar og farið með þér í gegnum hvaða tryggingar skynsamlegt er að skoða þegar hefja skal rekstur.
Allt frá stofnun árið 1956 hefur starfsfólk TM sérhæft sig í lausnum sem tryggja hagsmuni sjávarútvegsfyrirtækja og er stolt af því að vera leiðandi á sviði trygginga fyrir sjávarútveg. Hjá félaginu starfar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur yfirburðaþekkingu á tryggingaþörfum fyrirtækja í greininni jafnt á sjó sem landi.
TM leggur mikla áherslu á forvarnir í samstarfi við fyrirtæki og býður upp á heimsóknir frá forvarnarfulltrúa og fleiri leiðir til að efla öryggismál þíns fyrirtækis.