Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem telin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála finnur þú á tm.is. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er tækjatrygging?

Tryggingin tekur til eðlilegrar hættu á skemmdum á vörunni sem stafar af notkun hennar í námi, einkalíkfi, skrifstofuvinnu, léttum störfum, heimilishaldi og á ferðalögum, ásamt flutningi og meðhöndlun tengdum þessu.

Hvað bætir tryggingin?

Tjón vegna skyndilegra, ófyrirséðra, utanaðkomandi atvika, sem gerast án vilja vátryggðs eða vátryggingartaka.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Vörur sem týnast.
  • Skemmdir sem hafa ekki áhrif á notagildi vöru.
  • Skemmdir vegna slits, tæringar, notkunar, aldursbreytingar, lita- eða formbreytinga eða vanrækslu á viðhaldi.
  • Skemmdir á aukabúnaði, svo sem hleðslutækjum.
  • Óbein eða afleidd tjón svo sem afnotamissi.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

Ekki er hægt að segja upp tryggingunni.

Hvar gildir tryggingin?


Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Fara eftir leiðbeiningum framleiðanda og seljanda vörunnar um meðferð hennar.
  • Tilkynna TM tjón svo fljótt sem verða má og gera ráðstafanir til að sanna að vátryggingaratburður hafi orðið.
  • Tilkynna lögreglu ef um innbrotsþjófnað er að ræða.
  • Að auki skal tilkynna tjón sem verður af völdum annarra, svo sem flutingsaðila til hlutaðeigandi aðila og áskilnaður gerður um rétt til skaðabóta úr hendi þeirra.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Greiða skal iðgjaldið hjá vörusala við kaup á tryggingunni. Greiðsla iðgjalds er skilyrði þess að tryggingin taki gildi.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir fyrir tiltekið tímabil sem tilgreint er á skírteini og er ekki hægt að segja tryggingunni upp á meðan hún er í gildi.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Ekki er hægt að segja tryggingunni upp en hún fellur úr gildi við lok tímabils sem hún er keypt fyrir.