Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu
Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.
Hvernig trygging er rafhjólatrygging?
Rafhjólatrygging er sérsniðin trygging fyrir rafknúin farartæki á borð við rafhjól og rafmagnsvespur. Allar verndir eru valkvæðar svo þú getur valið það sem hentar best.
Hvað bætir tryggingin?
- Tjón á rafhjólinu við rafhjólreiðar.
- Skaðabætur ef þú, maki þinn eða börn yfir 12 ára aldri skapa sér bótaábyrgð samkvæmt íslenskum lögum við hjólreiðar.
- Slys sem þú, maki eða börn yfir 12 ára aldri verða fyrir á rafhjólinu.
- Læknisaðstoð og endurhæfing eftir rafhjólaslys.
- Viðgerðir á tönnum sem brotna eða laskast.
Hvað bætir tryggingin ekki?
- Skemmdir vegna eðlilegrar notkunar, slits eða galla.
- Ef hjólið er skilið eftir ólæst á almannafæri er þjófnaður ekki bættur.
- Tjón á hjóli eða aukabúnaði sem þú ert með að láni eða í leigu.
- Meiðsli eða líkamstjón af völdum velknúins ökutækis.
- Slys og tjón ef átt hefur verið við hraðatakmörkun.
Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?
- Tryggingin gildir ekki í keppnum eða æfingum fyrir keppni.
- Tjón sem rakin eru til þess að átt hefur verið við hraðatakmarkanir rafhjólsins eru ekki bætt.
Hvar gildir tryggingin?
- Tryggingin gildir á Íslandi.
Hverjar eru mínar skyldur?
- Gera eðlilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að rafhjólið skemmist eða glatist.
- Læsa rafhjólinu tryggilega þegar það er ekki í notkun og ekki skilja eftir aukabúnað á rafhjóli sem auðvelt er að fjarlægja.
- Tilkynna TM tafarlaust um tjón og einnig skal tilkynna lögreglu um þjófnað.
- Viðhalda rafhjólinu í góðu ástandi og gæta þess að stýrisbúnaður, hemla-, ljósa- og merkibúnaður og öryggis- og verndarbúnaður sé í lögmætu ástandi og virki örugglega.
Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?
Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.
Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?
Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.
Hvernig segi ég tryggingunni upp?
- Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.