Snjallskynjari
Snjallskynjarinn hefur það hlutverk að láta þig vita ef vatnsleki á sér stað á heimilinu svo þú getir brugðist hratt við og lágmarkað tjónið.
Skynjarinn tengist Wi-Fi neti heimilisins og sendir boð í farsíma ef vatnsleka verður vart.
Tjón vegna vatnsleka frá heimilistækjum eru meðal algengustu tjóna sem tilkynnt eru hjá viðskiptavinum okkar. Þó svo að heimatryggingin sem þú ert með veiti bætur vegna vatnslekatjóns er oft sárt að missa ómetanlega persónulega muni auk þess sem vatnslekatjóni fylgir yfirleitt mikið rask meðan viðgerðir og endurbætur eiga sér stað. Þetta getur vatnslekaskynjari komið í veg fyrir.
- Skynjar vatnsleka og sendir boð í snjallsíma.
- Frostviðvörun fyrirbyggir frosnar leiðslur.
- Stillanlegar hita- og rakastillingar.
- Tengist Wi-Fi netinu á nokkrum mínútum.
- Rafhlöður duga í 3 ár. (AAA rafhlöður fylgja)
Hér má finna myndband með leiðbeiningum um uppsetningu skynjarans.