8. janúar 2025

Þjónustukönnun

Þjónustukönnun í samstarfi við Prósent

Okkur hjá TM er mjög umhugað um að veita framúrskarandi þjónustu og skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini okkar. Því höfum við sett af stað þjónustukönnun til að kanna ánægju viðskiptavina okkar og safna ábendingum um það sem betur mætti fara, allt með það að markmiði að bæta þjónustu okkar enn frekar.

Til að þakka fyrir þátttökuna drögum við mánaðarlega einn heppinn þátttakanda sem fær 20.000 króna gjafabréf.

Könnunin er unnin í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Prósent. Prósent starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.


Við viljum gjarnan heyra frá þér ef eitthvað er óljóst og hvetjum þig til þess að hafa samband við okkur með tölvupósti á tm@tm.is eða í síma 515 2000.