Hvatningarverðlaun 2024
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar
TM hefur frá upphafi sérhæft sig í tryggingum fyrir íslenskan sjávarútveg og hefur því lagt áherslu á að styðja við þróun og nýbreytni í greininni. Í samstarfi við Sjávarútvegsráðstefnuna mun TM veita Hvatningarverðlaunin 2024.
Hvatningarverðlaunin hafa það meginmarkmið að hvetja og styrkja ung fyrirtæki eða einstaklinga til frumkvæðis og nýsköpunar í sjávarútvegi ásamt því að efla umræðu og vitund almennings á mikilvægi þess.
Síðan Hvatningarverðlaunin voru fyrst veitt hafa fjölmörg verðug verkefni hlotið viðurkenningu. Árið 2023 var það LearnCove, nýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur frá árinu 2016 unnið að þróun hugbúnaðar sem gerir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að halda utan um fræðslu, gæðaferli og úttektir í einum hugbúnaði.
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Hvatningarverðlaunanna 2024 og verður tekið við tilnefningum til 18. september n.k. Nánari upplýsingar og innsendingar hér
Hvatningarverðlaunin verða veitt á Sjávarútvegsráðstefnu í Hörpu, 7. nóvember.