5. febrúar 2025

Nú er það rautt!

Veðurviðvaranir um allt land

Við hjá TM viljum vekja athygli á veðurviðvörunum frá Veðurstofu Íslands. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir meirihluta landsins. Til þess að tryggja öryggi starfsfólks munu útibú TM loka klukkan 15 í dag. Neyðarsími vegna tjóna er opinn í síma 800-6700. Við hvetjum öll til þess að ganga vel frá lausum hlutum utandyra til þess að koma í veg fyrir tjón. En farið varlega og ekki hika við að leita til okkar ef eitthvað er.



Góð ráð fyrir óveður:

  • Hreinsaðu vel frá niðurföllum og rennum, svo vatn renni í ræsi en ekki inn í fasteign.
  • Gakktu úr skugga um að allir gluggar og hurðir séu vel lokaðir – annars geta þeir fokið upp eða jafnvel af.
  • Mokaðu snjó af svölum.
  • Tryggðu að lausir hlutir utandyra séu festir eða teknir inn, t.d. grill, útihúsgögn og blómapottar.

Nánari upplýsingar um viðbúnað vegna óveðurs má finna á vef Almannavarna. Þær eru fljótlesnar og geta komið í veg fyrir slys og eignatjón.



Ef eitthvað kemur fyrir
Við hjá TM leggjum okkur fram um að grípa viðskiptavini okkar þegar eitthvað kemur fyrir. Ef þú þarft aðstoð skaltu ekki hika við að hafa samband. Neyðarsími vegna tjóna er opinn allan sólarhringinn í síma 800-6700. Þú getur einnig tilkynnt tjón á vefnum okkar eða í appinu hvenær sem er.



Notaðu inniveruna til að auka öryggi heimilisins
Við vonum að þú getir notið inniverunnar á meðan veðrið gengur yfir. Ef þú vilt nýta tímann til að fara yfir öryggisvörur heimilisins, þá bjóðum við viðskiptavinum allt að 30% afslátt af öryggisvörum hjá Eldvarnamiðstöðinni, auk frírrar heimsendingar. Kíktu á úrvalið á TM-síðunni hjá Eldvarnamiðstöðinni.