13. júní 2022
Íslenska Sjávarútvegssýningin 2022
Íslenska Sjávarútvegssýningin fór fram 8. - 10. júní í Fífunni.
Íslenska Sjávarútvegssýningin, Icefish 2022, fór fram dagana 8. - 10. júní í Fífunni. Á sýningunni var hægt að sjá allt það nýjasta í þróun á vörum og þjónustu í sjávarútvegi. TM tók að sjálfsögðu þátt í sýningunni þar sem við kynntum starfsemi, þjónustu, vöruframboð og nýjungar frá okkur.
Við þökkum þeim sem kíktu við á TM básinn, það var verulega gaman að hitta ykkur öll. Nú eru spennandi tímar í sjávarútvegi og við munum halda áfram að vinna með sjávarútvegsfyrirtækjum af sama kappi og undanfarna áratugi.