21. mars 2025

Viðvörun: Svikapóstar í umferð

Við hjá TM viljum vara við svikapóstum sem verið er að senda í okkar nafni. Í honum er viðtakanda bent á að smella á hlekk til að uppfæra upplýsingar fyrir greiðslu. Við sendum aldrei hlekki í tölvupóstum til þess að biðja um slíkt.


Við hvetjum öll til að sýna aðgát og lesa tölvupósta og skilaboð vel – skoðið sérstaklega hver sendandinn er og smellið ekki á hlekki án þess að vera viss um að pósturinn sé öruggur.



Með góðri kveðju frá starfsfólki TM