TM flytur á Höfðatorg
Við hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað
Frá og með 2. maí verða höfuðstöðvar TM í turninum Höfðatorgi, Katrínartúni 2.
Við hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað en bendum á að þú getur sparað þér sporin og leyst málin þaðan sem þér hentar.
TM appið, veflausnir og aðrar þjónustuleiðir standa þér til boða og þú velur þá leið sem hentar þér best. Hjá TM getur þú til að mynda keypt tryggingar á vefnum hvar og hvenær sem er, fengið góða yfirsýn yfir þín tryggingamál í appinu og framkvæmt kaskóskoðun á nýja bílnum án þess að yfirgefa innkeyrsluna.
Starfsfólk TM er ávallt reiðubúið að aðstoða þig. Þú getur haft samband á netspjallinu eða í síma 515-2000 á opnunartímum útibúa og alltaf má senda tölvupóst á tm@tm.is sem svarað verður eins fljótt og auðið er. Þá er hægt að tilkynna tjón allan sólarhringinn í síma 800-6700.
Með góðri kveðju,
Starfsfólk TM