20. apríl 2023
TM mótið í Garðabæ
TM hefur í mörg ár styrkt barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga en hæst ber að nefna TM mót Stjörnunnar í Garðabæ og TM mótið í Vestmannaeyjum en það mót er haldið í júní ár hvert fyrir 5. flokk kvenna í knattspyrnu.
Í dag hefst fyrsta stórmót sumarsins þegar byrjað verður að spila á TM móti Stjörnunnar í Garðabæ. Um 4.000 krakkar í 180 liðum eru skráðir til leiks en keppt er í 6, 7 og 8 flokki.
TM mótið er meðal stærstu knattspyrnumóta sumarsins ár hvert og er þetta í þrettánda skiptið sem mótið er haldið.
Leikdagar og leikjaplan:
- 20. apríl Fimmtudagur ( sumardagurinn fyrsti) – 6. flokkur karla
- 22. apríl Laugardagur – 7. flokkur karla
- 23. apríl Sunnudagur – 8. flokkur karla og kvenna
- 29. apríl Laugardagur – 6, 7. flokkur kvenna
Starfsfólk TM óskar þátttakendum og forráðamönnum góðrar skemmtunar á íþróttamótum í sumar.