TM veitir þér og þínum mikilvæga vernd

Hvaða tryggingar þarf ég?

Griðastað fjölskyldunnar er mikilvægt að vernda svo öllum líði vel. Víðtækar heimilistryggingar TM veita þér og þínum þá mikilvægu vernd.

Algengast er að fólk sé með þrjár tryggingar fyrir fasteignina sína og innbú. Brunatryggingu, fasteignatryggingu og heimatryggingu.

Brunatrygging

Eina skyldutryggingin sem er á fasteignum og hún tekur sjálfkrafa gildi á nýjum eiganda frá og með skráðum afhendingardag í kaupsamning. Þú hefur þó mánuð frá því þú eignast fasteignina til að skipta um skoðun hvar þú vilt tryggja og getur þá flutt brunatrygginguna til þess félags sem þú velur frá upphafi.

Brunatryggingin bætir tjón á húsnæði í kjölfar eldsvoða og tryggingarfjárhæðin er brunabótamat fasteignarinnar, en það á að endurspegla byggingarkostnaðinn.

Fasteignatrygging

Alhliða vernd fyrir fasteignina þína, heimilið sjálft, sem jafnan er verðmætasta fjárfestingin og mikilvægt að tryggja vel. Fasteignatrygging er samsett úr 13 liðum sem bæta tjón sem kunna að verða á fasteigninni sjálfri, til að mynda gólfefnum, innréttingum og hurðum af völdum vatns, óveðurs, innbrota eða annarra ástæðna.

Fasteignatrygging er stundum kölluð húseigandatrygging. Starfsfólk TM ráðleggur þeim sem búa í fjölbýli að kanna hvort fasteigna- eða húseigandatrygging sé sameiginleg fyrir fjölbýlið eða hvort hver og einn hafi sína tryggingu. Sé hún sameiginleg er ekki þörf á að kaupa sérstaka fasteignatryggingu fyrir fasteignina þína.

Heimatrygging TM

Veitir þér og fjölskyldu þinni mikilvæga vernd og öryggi. Þær eru fjórar talsins, mismunandi yfirgripsmiklar og með misháum bótafjárhæðum svo þú getir valið það sem best hentar.

Heimatrygging TM1 er til að mynda kjörin fyrir þau sem búa ein og vilja lágmarksvernd en Heimatrygging TM4 er fyrir þau sem vilja hámarksvernd og eina víðtækustu tryggingu sinnar tegundar á markaðnum.

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.

Bóka tíma

Þó svo að hægt sé að leysa öll mál í TM appinu eða rafrænt á vefnum hentar það ekki alltaf. Starfsfólk TM er alltaf reiðubúið til að aðstoða þig og hér getur þú bókað heimsókn eða fjarfund með ráðgjafa.

þú getur líka alltaf haft samband við okkur í síma 5152000 eða sent okkur póst á tm@tm.is