
Mannauður
Það er markmið TM að vera eftirsóknarverður vinnustaður þeirra sem vilja ná framúrskarandi árangri í leik og starfi.
Sérðu þig hjá okkur?
Það er okkur hjá TM kappsmál að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu. Við leggjum okkur fram við að gæta þess að öll séu með rétta vernd á hverjum tíma og grípum ef eitthvað kemur fyrir.
Við leggjum mikla áherslu á ánægju starfsfólks, bjóðum upp á frábæran morgun- og hádegismat ásamt góðu kaffi og veitum starfsfólki góð kjör á tryggingarnar sínar. TM er líka á lista yfir fyrirmyndar fyrirtæki hjá VR og framúrskarandi fyrirtæki hjá CreditInfo.
Sumarstarf 2025
Hjá TM starfar fjöldinn allur af starfsfólki sem tók sín fyrstu skref í sumarstörfum. Sum þeirra eru búin að vera hjá TM í fjölda ára, ein byrjaði til að mynda í sumarstarfi fyrir 30 árum. Fólki líður vel í vinnunni hér í TM og sækist eftir því að koma aftur til okkar.
Ein þeirra er Harpa. Hún byrjaði sem sumarstarfsmaður hjá TM fyrir tíu árum og er í dag forstöðumaður persónutjóna. Hún á það sameiginlegt með vinnufélögum sínum að vilja passa upp á fólk og leggja sig fram við að grípa það ef eitthvað kemur fyrir.
Ef þú hefur áhuga á því að hjálpa fólki, sama hvar það er í lífinu, þá viltu vera hjá TM í sumar.
Einstaklingsráðgjafi
Það er okkur hjá TM kappsmál að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu. Við auglýsum nú laust starf ráðgjafa í einstaklingsráðgjöf og leitum að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund, framúrskarandi samskiptahæfileika og mikinn metnað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina
- Vátryggingaráðgjöf og sala til einstaklinga
- Tilboðsgerð og útgáfa vátryggingaskírteina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af þjónustustörfum og/eða ráðgjöf skilyrði
- Rík þjónustulund, lipurð í samskiptum og góð aðlögunarhæfni
- Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Önnur tungumálakunnátta kostur
Nánari upplýsingar veitir Íris Björk Hermannsdóttir, forstöðumaður einstaklingsráðgjafar TM, iris@tm.is
Sótt er um starfið á umsóknarvef TM.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar
Viltu vinna hjá TM?
Almenn starfsumsókn
Ef þú hefur áhuga á að komast í hópinn hjá TM viljum við endilega heyra frá þér.
Starfskjarastefna
Starfskjarastefnan miðar að því að TM sé samkeppnishæft félag og geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk