Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu
Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.
Hvernig trygging er kaskótrygging ferðavagna?
Kaskótrygging ferðavagna bætir skemmdir á ferðavögnum og aukahlutum. Ferðavagnar eru tjaldvagnar, fellihýsi, pallahýsi og hjólhýsi. Tryggingin tekur einnig til eðlilegra fylgihluta á borð við innréttingar og annan fastan búnað.
Hvað bætir tryggingin?
Tjón vegna:
- eldingar,
- eldsvoða,
- áreksturs,
- áaksturs,
- veltu,
- útafaksturs eða hraps,
- grjóthruns,
- snjóflóðs úr fjallshlíð,
- skriðufalls,
- aur- eða vatnsflóðs, vatns.
- Skemmdir á ferðavagni sé honum stolið.
- Skemmdir af völdum óveðurs og foks.
- Skemmdir á ferðavagni í flutningi á skipi.
- Brot á rúðugleri.
Hvað bætir tryggingin ekki?
- Innbú og aðrir lausir munir.
- Tjón á hjólabúnaði og undirvagni.
- Tjón ef ökumaður hefur ekki réttindi til að aka bílnum sem dregur ferðavagn.
- Skemmdir þegar ökutæki er ekið í vatni eða sjó.
Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?
- Tryggingin gildir ekki ef ferðavagn er notaður sem atvinnutæki erlendis.
- Óheimilt er að aka með ferðavagn á svæði þar sem varað hefur verið við akstri vegna óveðurs eða akstursskilyrða.
Hvar gildir tryggingin?
- Tryggingin gildir á Íslandi og í aðildarríkjum EES og Færeyjum í allt að 90 daga.
Hverjar eru mínar skyldur?
- Tilkynna TM um tjón svo fljótt sem verða má.
- Tilkynna um allar breytingar á ferðavagni sem haft geta í för með sér breytingu á áhættu.
- Gæta þess að ferðavagn sé í lögmæltu ástandi og að öryggistæki séu í lagi.
- Ganga frá ferðavagni þannig að honum verði ekki stolið.
Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?
Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.
Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?
Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.
Hvernig segi ég tryggingunni upp?
- Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.